Borgarbraut 55 – Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar Borgarbyggðar vegna skipulags

október 25, 2022

Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 12. október 2022 eftirfarandi tillögu samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

  • Aðalskipulag Borgarbyggðar 2010-2022, Borgarbraut 55 Borgarnesi.

Breytingin tekur til hækkunar á nýtingarhlutfalli innan lóðar Borgarbrautar 55 úr 0,63 í 0,72, heimilað byggingarmagn verður aukið úr 1.300 fm í 1.481,8 fm.

Aðalskipulagsbreytingin hefur verið send Skipulagsstofnun sem sér um lokaafgreiðslu erindisins.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- og byggingardeildar Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, Borgarnesi.

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Borgarbyggðar á www.borgarbyggd.is

Vakin er athygli á málskotsrétti samkvæmt 52. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og lögum um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála nr. 130/2011 en þar kemur fram að stjórnvaldsákvarðanir má kæra til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.

Þeir einir geta kært stjórnvaldsákvarðanir sem eiga lögvarða hagsmuni tengda þeirri ákvörðun sem kæra á. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu skipulagsáætlana í B-deild Stjórnartíðinda.

Aðalskipulagsbreyting

Sveitarstjórn Borgarbyggðar


Share: