Kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningar sem haldnar verða þann 14. maí 2022 liggur frammi til skoðunar á skrifstofu Borgarbyggðar að Bjarnarbraut 8 á opnunartíma skrifstofunnar sem er milli kl. 9:30 og 15 alla virka daga.
Ennfremur er unnt að nálgast upplýsingar úr kjörskrá á vef Þjóðskrár, sjá hér. Þar geta kjósendur nálgast upplýsingar um hvar þeir eiga að kjósa með einföldum hætti.
Af vef Þjóðskrár:
„Kjósendur eru á kjörskrá í því sveitarfélagi þar sem þeir eiga skráð lögheimili 38 dögum fyrir kjördag. Flutningur lögheimilis eftir uppgefinn tíma breytir ekki skráningu á kjörskrá. Hver sem er getur gert athugasemdir og sent til Þjóðskrár Íslands um að nafn eða nöfn einhverra kjósenda vanti á kjörskrá eða þeim sé þar ofaukið. Heimilt er að gera slíkar athugasemdir til sveitarstjórnar fram á kjördag. Athugasemdir má senda á kosningar@skra.is“