Atvinnumálaþing Borgarbyggðar 2022

apríl 20, 2022
Featured image for “Atvinnumálaþing Borgarbyggðar 2022”

Borgarbyggð stendur fyrir atvinnumálaþingi í Hjálmakletti, þriðjudaginn 26. apríl nk. frá kl. 16:00 – 18:30.

Á fyrri hluta þingsins verður einblínt á atvinnumál í Borgarbyggð og kynnt verður framtíðarsýn sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Auk þess verður veitt innsýn í þá grósku sem á sér stað í nýsköpun á svæðinu. Eftir kaffihlé verður framtíðin í brennidepli, farið verður yfir atvinnutækifæri á landsbyggðinni auk þeirra tækifæra sem eru í sjónmáli og hvernig hægt er að nýta þau betur.

Aðilar atvinnulífsins fá tækifæri til að fræðast um stöðu mála og horfur framtíðar. Einnig er um að ræða vettvang til að efla tengslanet og auka samstarf atvinnulífs, sveitarfélagsins og annarra stofnana. 

Atvinnurekendur, frumkvöðlar og áhugasamir einstaklingar um atvinnuþróun og nýsköpun í Borgarbyggð eru hjartanlega velkomin.

Dagskráin er svohljóðandi:

  • Þingið sett
  • Hvað bíður þín í Borgarbyggð?

Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri Borgarbyggðar.

  • Sviðsmyndir og áhrifaþættir í þróun atvinnulífs á Vesturlandi

Páll Brynjar Sævarsson, framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.

  • Matvælaland Ísland – Tækifæri í nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi

Dr. Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands segir frá nýsköpunar- og þróunarsetri háskólanna á Vesturlandi.

Kaffihlé

  • Tækifæri í framtíð

Steinþór Pálsson, ráðgjafi hjá KPMG.

  • Menntun fyrir framtíðina – nýjar áherslur í takt við tímann

Bragi Þór Svavarsson skólameistari Menntaskóla Borgarfjarðar.

  • Störf framtíðarinnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.

Pallborð

Bárður Örn Gunnarsson, ráðgjafi hjá Svartatindi ehf., stýrir umræðunni og þátttakendur eru meðal annars úr hópi frummælenda auk einstaklinga úr ólíkum áttum atvinnulífsins í Borgarbyggð.


Share: