Áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

júní 10, 2024
Featured image for “Áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.”

Á morgun, þriðjudaginn 11. Júní eru áætlaðar áframhaldandi malbiksviðgerðir á Borgarbraut.

Stefnt er á að fræsa yfirborð Borgarbrautar, um 75 metra kafla frá gatnamótum Borgarbrautar og Böðvarsgötu, sjá meðfylgjandi mynd.

Lokað verður fyrir umferð um þennan kafla milli 9:00 og 16:00 og verður hjáleið um Kjartansgötu/Þorsteinsgötu/Skallagrímsgötu á meðan framkvæmdum stendur.

Borgarbyggð þakkar fyrir skilning og þolinmæði og biður vegfarendur áfram um að sýna tillitsemi og varkárni.


Share: