Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 14. september að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Brúartorg, Borgarnesi frá árinu 2000 m.s.br.
Breytingin tekur til einnar lóðar Brúartorg 6 (lnr. 135571). Bætt er inn einum byggingarreit fyrir bílaþvottastöð sem verður 432fm að stærð en hámarksstærð þvottastöðvar verður 200fm. Skilgreind er lóð ásamt byggingarreit fyrir spennistöð, Brúartorg 6a, sem verður 35fm að stærð. Brúartorg 6 verður 4806fm að stærð eftir breytinguna. Aðrir skilmálar deiliskipulags haldast óbreyttir. Tillagan samræmist gildandi aðalskipulagi.
Ofangreind skipulagsáætlun er auglýst í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 21. september til og með 3. nóvember 2023. Ef óskað er nánari kynningu á lýsingunni þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að koma með ábendingu við lýsinguna og er frestur til að skila inn ábendingum til 3. nóvember en þeim skal skila í Skiplagsgáttina eða senda skriflega til þjónustuvers Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borganesi, b.t. skipulagsfulltrúa.
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 21. september 2023.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar