Í samræmi við 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér með auglýst tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010-2022.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkti þann 11. maí 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á stefnu fyrir landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Borgarbyggðar.
Gildandi stefna fyrir landbúnaðarsvæði þykir ekki nægilega skýr varðandi þær framkvæmdir/mannvirki sem eru heimilar á landbúnaðarsvæðum. Sett verður fram skýrari stefna um heimildir á landbúnaðarsvæðum til þess að tryggja hagkvæma og skynsama nýtingu, gott landbúnaðarland verði áfram nýtt til matvælaframleiðslu, uppbyggingu hagað þannig að núverandi innviðir séu nýttir betur og ný íbúðarhús verði ekki úr alfaraleið. Gerð er breyting á greinargerð aðalskipulagsins en ekki uppdrætti.
Ofangreind skipulagsáætlun er aðgengileg á Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is og á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is frá 20. júlí til og með 4. september 2023. Ef óskað er eftir nánari kynningu á ofangreindri áætlun þarf að panta tíma hjá skipulagsfulltrúa.
Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemd við auglýsta skipulagstillögu og er frestur til að skila inn athugasemdum til 4. september 2023. Athugasemdum skal skila inn í Skipulagsgátt eða skriflega í Ráðhús Borgarbyggðar, Digranesgötu 2, 310 Borgarnesi, b.t. skipulagsfulltrúa eða á netfangið skipulag@borgarbyggd.is .
Vakin er athygli á að athugasemdir teljast til opinberra gagna í allri skipulagsmeðferð og geta meðal annars nöfn íbúa birst í fundargerðum skipulags- og byggingarnefndar.
Borgarbyggð, 20. júlí 2023.
Skipulagsfulltrúi Borgarbyggðar