
Öllum ungmennum sem nýlokið hafa 8., 9. og 10. bekk býðst að koma til starfa við fjölbreytt verkefni (fædd 2009-2011). Skráning verður opin til miðnættis 11. maí.
Vinnuskólinn er bæði vinna og skóli, lögð er áhersla á gleði, vinnu og lærdóm þar sem námsefni og verkefni vinnuskólans samanstendur af fræðslu, tómstundum og vinnu.