Leikskólakennari óskast í fullt starf í leikskólanum Uglukletti

júní 5, 2020
Featured image for “Leikskólakennari óskast í fullt starf í leikskólanum Uglukletti”

Í leikskólanum Uglukletti dvelja  65 börn og 20 fullorðnir sem vilja bæta  leikskólakennara í hópinn. Sá hinn heppni fær að njóta margra forréttinda í sinni vinnu. Hann fær meðal annars að vera mikið úti og njóta frábærrar náttúru, fær að skapa og nýta hæfileika og styrkleika sína út í hið óendalega. Í Uglukletti byggir leikskólastarfið á hugmyndafræði Jákvæðrar sálfræði þar sem meðal annars er horft til hugmynda Mihaly Csikszentmihalyi um Flæði auk kenninga um sjálfræði barna. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur leikskólakennara:

  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Jákvæðni, frumkvæði, áhugi  og metnaður

Helstu verkefni:

  • Leikskólakennari vinnur að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara og stefnu sveitarfélagsins

Umsóknarfrestur er til 16. júní 2020.

  • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga  við viðkomandi stéttarfélag. .
  • Við hvetjum áhugasama til að sækja um, óháð kyni og uppruna.Til greina kemur að ráða starfsmenn með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu. 
  • Ráðið verður í starfið frá og með 1. ágúst 2020 eða eftir nánari samkomulagi.

Umsóknum skal skilað til Kristínar Gísladóttur leikskólastjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 4337150, netfang; ugluklettur@borgarbyggd.is.

 

 


Share: