Deiliskipulag gamla miðbæjarins – íbúafundur

mars 10, 2015
Almennur íbúafundur í Borgarnesi

 

Borgarbyggð boðar til íbúafundar miðvikudaginn 11. mars næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í Hjálmakletti, Borgarbraut 54 í Borgarnesi og hefst kl. 20:00.

 

Á fundinum mun Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kynna deiliskipulag gamla miðbæjarins sem nú er í auglýsingu skv. skipulagslögum en frestur til að gera athugasemdir við skipulagið er til 23. mars n.k.

 

Einnig verður kynning á hugmyndum að gerð nýs leiksvæðis í Bjargslandi. Forsaga þess máls er sú að krakkar í Bjargslandi sendu sveitarstjórn bréf 14. júlí 2014 með ósk um að fá leiksvæði í hverfið t.d. til að geta spilað fótbolta.

 

Í lok fundar verða umræður og fyrirspurnir og kaffi á könnunni.

 

Jökull Helgason

Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs

Borgarbyggðar

 

 

Share: