Vortónleikar Tónlistarfélagsins í Logalandi

maí 19, 2009

mynd_mm
Vortónleikar Tónlistarfélags Borgarfjarðar verða haldnir í Logalandi sunnudaginn 24. maí næstkomandi og hefjast klukkan 21.00. Á tónleikunum flytur Kammerkór Langholtskirkju dagskrá með djassívafi. Á efnisskrá kórsins eru meðal annars verk eftir Lennon og McCartney, Nils Lindberg, Milton Drake og Ben Oakland auk nokkurra djassstandarda í útsetningu Árna Ísleifssonar. Stjórnandi kórsins er Jón Stefánsson. Undirleik annast djasssveit en hana skipa þeir Einar Valur Scheving á trommur, Kjartan Valdimarsson á píanó, Sigurður Flosason á saxófón og Valdimar K. Sigurjónsson á kontrabassa.
Í tilefni sumars hefur stjórn Tónlistarfélags Borgarfjarðar ákveðið að bjóða gestum á þessa tónleika og er aðgangur því ókeypis. Allir velkomnir.
 
 
 

 

Share: