Vorhreinsun lóða og fjölskylduhátíð

maí 3, 2007
Borgarbyggð efnir til lóðahreinsunardaga í Borgarnesi og á Hvanneyri núna um helgina. Eru íbúar hvattir til að nýta þetta tækifæri til að koma lóðum sínum í sumarbúning. Að hreinsun lokinnni bíður sveitarfélagið öllum íbúum til grillveislu.

Föstudagurinn 4. og laugardagurinn 5. maí – Þjónusta garðyrkjufræðings

Í tilefni hreinsunardaga, býður sveitarfélagið uppá ráðgjöf garðyrkjufræðings.
Hafið samband við Sædísi Guðlaugsdóttur í gróðrarstöðinni Gleym-mér-ei í síma 437 2209 og 894 1809.

Laugardagurinn 5 maí – Lóðahreinsun í Borgarnesi

Starfsmenn á vegum sveitarfélagsins verða á ferðinni að safna garðaúrgangi. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að láta úrganginn í poka og staðsetja utan lóðarmarka. Greinar sem ekki fara vel í poka, má binda saman í knippi.
Sveitarfélagið býður íbúum til grillveislu í Skallagrímsgarði kl. 18.00.

Sunnudagurinn 6 maí – Lóðahreinsun á Hvanneyri

Starfsmenn á vegum sveitarfélagsins verða á ferðinni að safna garðaúrgangi. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að láta úrganginn í poka og staðsetja utan lóðarmarka. Greinar sem ekki fara vel í poka, má binda saman í knippi.
Sveitarfélagið býður íbúum til grillveislu í fjárhúsunum kl. 18.00.
 
Snyrtilegar lóðir fegra sveitarfélagið. Gerum vorhreinsun lóða að fjölskylduhátíð.
 
 

Share: