Vírnet kaupir árskort fyrir alla sína starfsmenn !

desember 15, 2003
 
S.l. föstudag gerðu Stefán Logi Haraldsson forstjóri Vírnets og íþrótta- og æskulýðsfulltrúi samning um að Vírnet-Garðastál í Borgarnesi kaupi fyrirtækjakort fyrir alla sína starfsmenn í Íþróttamiðstöðina Borgarnesi.
 
Fyrirtækjakort eru árskort fyrir hópa sem gilda í þreksal og sundlaugar í Íþróttamiðstöðinni. Innifalið er tilsögn íþróttafræðings þannig að allir fái æfingaáætlun við hæfi.
Mörg fyrirtæki í Borgarnesi hafa boðið starfsfólki sínu þennan kost til þess að hvetja það til reglulegrar heilsuræktar og bætist nú starfsfólk Vírnets í hóp þeirra fjölmörgu sem sækja þreksal og sundlaugar reglulega allt árið.
Nýtt met er í uppsiglingu enn eitt árið varðandi aðsókn í íþróttamiðstöðina.
ij

Share: