Vinnuskólinn 2021

maí 3, 2021
Featured image for “Vinnuskólinn 2021”

Vinnuskóli Borgarbyggðar mun starfa frá 14. júní – 30. júlí sumarið 2021. Leitast verður við að veita öllum 13 – 16 ára (7. – 10. bekkur) unglingum búsett í Borgarbyggð starf í vinnuskólanum. Börn í 7. bekk geta valið þrjár vikur yfir tímabilið til að vinna í vinnuskólanum en börn í 8. – 10. bekk geta valið um allar 7 vikurnar.

Vinnuskólinn starfar samkvæmt samþykktum Borgarbyggðar en ekki samkvæmt lögskipaðri námskrá og er því ekki skólaskylda í vinnuskólanum.

Starfsstöðvar verða í Borgarnesi, á Hvanneyri og í Reykholti. 

Hægt er að sækja um starf á öðrum starfsstöðvum í sveitarfélaginu en þar sem barn er búsett á, en þá eru foreldrar ábyrgir fyrir því að koma barni til og frá vinnu.

Þeir sem sjá um verkstjórn í vinnuskólanum á Hvanneyri er Landbúnaðarháskóli Íslands og í Reykholti er það Snorrastofa.

Ásamt því að vinna almenn garðyrkjustörf geta nemendur óskað eftir því að vinna eftirfarandi störf:

Borgarnes

–          Leikskólinn Ugluklettur (vikur 1-4).

–          Leikskólinn Klettaborg (vikur 1-3).

–          Aðstoðarþjálfun í fótbolta (vikur 1-7).

–          Skallagrímsgarður (vikur 1-7).

–          Sumarfjör Borgarnesi (vikur 1-6).

–          Umhirða á fótboltavellinum (vikur 1-7).

–          Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir.

Hvanneyri

–          Sumarfjör (vikur 1-4).

–          Leikskólinn Andabær (vikur 1-3).

–          Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir.

Reykholt

–          Við að leggja stunda á íþróttir, tómstundir og listir.

Bifröst

–          Golfvöllurinn Glanni (vika 1-7).

–          Við að leggja stund á íþróttir, tómstundir og listir.

Stefnt er að því að allir nemendur í 8.-10. bekk sem hafa áhuga á fái að prufa önnur verkefni í 1-2 vikur yfir tímabilið. Þeir sem eru í 7.bekk geta einnig lagt inn sínar óskir en eldri ungmenni ganga fyrir.

Efnileg ungmenni sem stunda íþróttir, tómstundir og listir geta fengið að sinna sínum tómstundum á launum. Markmið Borgarbyggðar með þessu er að koma til móts við þau ungmenni sem geta ekki með sama hætti og jafnaldrar þeirra unnið sumarvinnu hjá Borgarbyggð. Sótt er um í gegnum Völu umsóknarkerfið og fer tómstundastjóri sérstaklega yfir þær umsóknir og biður um þau fylgiskjöl sem þarf.

Yfir sumarið eru 4-5 dagar tileinkaðir samveru, skemmtun og forvarnarvinnu. Farið verður í ferð í lok sumars sem er skipulögð með ungmennunum sjálfum.

Forráðamenn skrá unglinga í Vinnuskólann, mikilvægt er að taka fram í umsókn ef það er eitthvað sem flokkstjórar þurfa að vita t.d. ofnæmi eða greiningar.

Skráning fer fram í gegnum umsóknarsíðu Völu – hér.

Endanleg úrvinnsla umsókna hefst 25. maí nk. og er því mikilvægt að vera búin/n að sækja um fyrir þann tíma.

Hafi fólk frekari spurningar má endilega hafa samband við Davíð Tómstundastjóra david@umsb.is eða í síma 659-2466.


Share: