VINNUSKÓLI BORGARBYGGÐAR SUMARIÐ 2016

maí 2, 2016

Vinnuskóli Borgarbyggðar er fyrir 14-16 ára unglinga sem hafa nýlokið 8., 9. eða 10. bekk. Markmið vinnuskólans er að leiðbeina unglingum og kenna þeim öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf. Umsögn er gefin í lok vinnuskólans.
Dagskrá
Nemendur vinnuskólans geta valið um eftirfarandi störf:

  • Almenn garðyrkjustörf, gróðursetning og hirðing á opnum svæðum.
  • Störf hjá stofnunum Borgarbyggðar, svo sem leikskólum og íþróttamiðstöðvum.
  • Störf hjá félögum.
  • Störf í Sumarfjöri og Tómstundaskóla.

Hver nemandi gegnir hverju starfi að lágmarki fjórar vikur.
Skráning
Forráðamenn þurfa að skrá ungmenni í vinnuskólann. Skráning fer fram hjá UMSB og má nálgast umsóknareyðublað hér. Umsóknarfrestur er til 9. maí.

Dagsetningar
Skólinn hefst 6. júní og lýkur 29. júlí.

Vinnutími
Unnið er frá kl. 9-12 og 13-16 nema á föstudögum til kl.12.

Laun
Laun í Vinnuskólanum sumarið 2016 verða sem hér segir:

  • 14 ára (fædd 2002) kr. 497 klst.
  • 15 ára (fædd 2001) kr. 663 klst.
  • 16 ára (fædd 2000) kr. 829 klst.

Að auki er greitt 10% orlof.

Nánari upplýsingar veitir Sigríður Dóra Sigurgeirsdóttir, siggadora@umsb.is


Share: