Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum
nemenda fyrir sumarið 2013
Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 10. júní n.k. kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali.
Vinnutímabil skólans verður 4 vikur á 6 vikna tímabili (hver og einn nemandi velur sínar 4 vinnuvikur) eða frá 10. júní til og með 19. júlí 2012.
Daglegur vinnutími er frá kl. 8.30 – 16.00 alla virka daga nema föstudaga en þá er unnið til kl. 12.00.
Vinnuskólinn verður með starfsstöðvar á fjórum stöðum í sveitarfélaginu:
· Á Hvanneyri undir stjórn Kára Aðalsteinssonar garðyrkjustjóra Landbúnaðarháskólans.
Hafa má samband við Kára í síma 433-5000 eða á netfangið kari@lbhi.is
· Á Bifröst undir stjórn Írisar Hauksdóttur umsjónarmanns húsnæðis hjá Háskólanum.
Hafa má samband við Írisi í síma 433-3000 eða á netfangið husnaedi@bifrost.is
· Í Reykholti undir stjórn Tryggva Konráðssonar staðarráðsmanns.
Hafa má samband við Tryggva í síma 894-5150 eða á netfangið tryggvi@snorrastofa.is
· Í Borgarnesi undir stjórn Sigurþórs Kristjánssonar verkstjóra vinnuskólans.
Hafa má samband við Sigurþór í síma 892-7970 eða á netfangið sissi@borgarbyggd.is
Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarnesi og á skrifstofu sveitarfélagsins að Litla-Hvammi í Reykholti en einnig má nálgast umsóknareyðublöðin á heimasíðu sveitarfélagsins www.borgarbyggd.is
Nánari upplýsingar gefa Sigurþór Kristjánsson verkstjóri vinnuskólans í síma 892-7970 eða á netfangið sissi@borgarbyggd.isog Jökull Helgason forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs í síma 433-7100 eða á netfagnið jokull@borgarbyggd.is
Umsóknarfrestur er til föstudagsins 10. maí n.k.
Jökull Helgason
Forstöðumaður umhverfis- og skipulagssviðs