Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar að ráða flokksstjóra fyrir sumarið 2015
Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri, hafa gott lag á börnum og unglingum og vera þeim góð fyrirmynd í starfi.
Í starfinu felst m.a. að leiðbeina og kenna öguð og rétt vinnubrögð við fjölbreytt störf.
Vinnutímabilið er að lámarki 8 vikur og byrjar 1. júní.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum launanefndar sveitarfélaga.
Vinnustaðurinn er tóbakslaus.
Umsóknareyðublöð fást í Ráðhúsi Borgarbyggðar Borgarbraut 14, Borgarnesi. Einnig má nálgast umsóknareyðublöðin hér.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður Guðmundsson tómstundastjóri UMSB á netfanginu siggi@umsb.is.
Umsóknarfrestur er til miðvikudagsins 20. maí n.k.
Skila skal umsóknum í Ráðhús Borgarbyggðar eða á siggi@umsb.is.