Vinnuskóli Borgarbyggðar óskar eftir umsóknum nemenda fyrir sumarið 2010.
Vinnuskólinn er fyrir unglinga í 8. – 10. bekk og verður settur mánudaginn 7. júní næstkomandi kl. 9.00 í Félagsmiðstöðinni Óðali.
Vinnutímabil skólans verður 4 vikur eða frá 7. júní til 2. júlí.
Daglegur vinnutími er frá kl. 8.30 – 16.00 alla virka daga nema föstudaga en þá er unnið til kl. 12.00. Umsóknarfrestur er til 7. maí næstkomandi. Nánari upplýsingar má nálgast hér.