Óhætt er að segja að þarft verk í varðveislu menningarverðmæta hefur verið unnið í Safnhúsi Borgarfjarðar undanfarið. Í átaksverkefni greiddu af Borgarbyggð í samstarfi við Vinnumálastofnun fengust tveir viðbótarstarfskraftar í sex mánuði til að vinna að sérstökum verkefnum á Héraðsskjalasafni. Ráðnar voru þær Jenný Johansen og Þóra Þorkelsdóttir og hafa þær unnið við að flokka, skrá og búa um gömul skjöl og myndir. Hefur átaksverkefnið gengið vel og er stór áfangi í að bæta aðgengi að skjalakosti safnsins til hagsbóta fyrir notendur þess.
Ljósmynd: Jóhanna Skúladóttir