Vináttuverkefni Barnaheilla

febrúar 26, 2016
Vináttuverkefni Barnaheilla var formlega tekið til notkunar fimmtudaginn 25. febrúar 2016 með athöfn í leikskólanum Kópahvoli í Kópavogi. Kristín Gísladóttir leikskólastjóri Uglukletts var viðstödd útgáfugleðina og tók við það tækifæri á móti þakklætisvotti fyrir hönd leiksólans. Vinátta er forvarnarverkefni gegn einelti fyrir 3-8 ára börn. Verkefnið er nú tilbúið til notkunar fyrir alla leikskóla á Íslandi eftir eins árs þróunarvinnu í sex leikskólum. Vinátta byggir á nýjustu rannsóknum á einelti og á ákveðinni hugmyndafræði og gildum sem skulu vera samofin skólastarfinu. Leikskólinn Ugluklettur hefur verið þátttakandi í þessari þróunarvinnu sem einn af þessum sex leikskólum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í þessu samstarfsverkefni við Barnaheill og verður leikskólinn áfram virkur þátttakendur í verkefninu.
 
 

Share: