Viltu vita meira um ADHD? – Foreldrafærninámskeið

september 15, 2022
Featured image for “Viltu vita meira um ADHD? – Foreldrafærninámskeið”

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á námskeið fyrir foreldra barna með ADHD á leik- og grunnskólaaldri. Á námskeiðinu verður farið yfir einkenni og áhrif ADHD og helstu leiðir sem gagnast geta í uppeldi barna. Námskeiðið er bæði fyrir foreldra barna sem hafa farið í gegnum skimun eða fengið formlega greiningu en einnig foreldra barna þar sem grunur er um ADHD.

Tilgangur
Tilgangur námskeiðsins er að fræða foreldra um ADHD og ólíkar birtingamyndir þess og þann dulda vanda sem mörg börn með ADHD glíma við. Bent verður á ýmis úrræði sem geta aukið færni barna í hverdeginum og létt á samskiptum á heimilinu. Einnig verður bent á leiðir til að efla félagsfærni barna og kenna tilfinninga– og reiðistjórnun.

Fyrirkomulag
Foreldrar barna í leikskóla og yngsta stigi grunnskóla (1.-4. bekkur)

  • 27. september 16:30-18:00
  • 4. október 16:30-18:00
  • 11. október 16:30-18:00
  • 18 .október 16:30–18:00

Foreldrar barna á mið– og unglingastigi grunnskóla (5. –10. bekkur)

  • 29. september 16:30-18:00
  • 6. október 16:30-18:00
  • 13. október 16:30-18:00
  • 20. október 16:30-18:00 

Skráning
Skráning fer fram í gegnum netfangið: ofvirkni@gmail.com. Við skráningu þarf að koma fram nafn og aldur barns, nöfn foreldra eða forráðamanna sem ætla að sitja námskeiðið.

Hámarks fjöldi þátttakenda eru 10 á hvort námskeið fyrir sig.

Staðsetning
Námskeiðið fer fram í Grunnskólanum í Borgarnesi í tónlistarstofunni.

Leiðbeinandi
Ásta Björk Björnsdóttir, sérkennari 

 


Share: