Vilt þú vinna með börnum í sumar?

febrúar 19, 2020
Featured image for “Vilt þú vinna með börnum í sumar?”

Leiðbeinendur Sumarfjörs

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón og undirbúningur í samráði við tómstundafulltrúa og aðra starfsmenn
  • Leiðbeina börnum í leik

Sumarfjörið verður með starfsstöðvar á tveimur stöðum í sveitarfélaginu:

  • Á Hvanneyri
  • Í Borgarnesi

Umsækjendur um störf leiðbeinenda þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Hafa náð 18 ára aldri
  • Áhugi á að vinna með unglingum og börnum
  • Frumkvæði, gleði og sjálfstæði
  • Færni í mannlegum samskiptum
  • Reynsla sem nýtist í starfi er kostur
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Borgarbyggðar.

 Ráðningartímabilið er frá 2. júní – 21. ágúst eða eftir nánara samkomulagi.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%.

Umsókn með helstu upplýsingum um umsækjanda, menntun og fyrri störf ásamt ósk um starf og starfsstöð berist með tölvupósti á Sigríði Dóru Sigurgeirsdóttir tómstundafulltrúa á siggadora@umsb.is sem veitir nánari upplýsingar um störfin.

Umsóknarfrestur er til og með 23.mars 2020


Share: