Víkingar í nútímanum

september 14, 2009
Mynd_Guðrún Jónsdóttir
Það er við fyrstu sýn erfitt að ráða í á hvaða tíma meðfylgjandi mynd var tekin. Sumir gætu haldið að búið hefði verið að finna myndavélarnar upp þegar á landnámsöld. En þessi sýn blasti við áhorfendum á flötinni við Landnámssetur í Borgarnesi s.l. laugardag, þar sem Víkingafélagið Rimmugýgur sýndi bardagalist með aðstoð víkingafélagsins Hringhorna. Síðar um daginn var einnig boðið upp á fyrirlestur dr. William Short og Einars Kárasonar um vopnaburð fornmanna. Bardagasýningarnar voru á flötinni við Landnámssetrið í tvígang og skemmtu áhorfendur sér hið besta.
 
 

Share: