Viðvaranir vegna veðurspár

desember 9, 2019
Featured image for “Viðvaranir vegna veðurspár”

Vakin er athygli á því að Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun vegna veðurs þriðjudaginn 10. desember n.k. þar sem gert er ráð fyrir norðan roki, líklegum samgöngutruflunum, lokunum á vegum og engu ferðaveðri.

Því eru íbúar beðnir að huga að lausamunum til að fyrirbyggja foktjón og sýna fyrirhyggju ef hugað er að ferðalögum. Mikilvægt er að fylgjast með veðurspá og fréttum af færð sem uppfærast reglulega á heimasíðum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.

Snjómokstur mun taka mið af veðri og verður sinnt eins og skynsamlegast þykir á hverju svæði.

Íbúar í dreifbýli eru beðnir að hafa samband við snjómokstursfulltrúa á sínu svæði, sem eru eftirtaldir:

Hraunhreppur, Álftaneshreppur:

Finnbogi Leifsson, Hítardal, s. 437-1715/862-1715

Kolbeinsstaðahreppur:

Ólafur Sigvaldason, Brúarhraun, s. 661-9860

Borgarhreppur, Stafholtstungur, Norðurárdalur og Þverárhlíð:

Jósef Rafnsson, Svarfhóli s. 893-4019

Kristín Kristjánsdóttir, Bakkakoti, s. 862-8310 

Hálsasveit, Hvítársíða, Reykholtsdalur, Flókadalur, Lundarreykjadalur, Bæjarsveit og Andakíll:

Jón Pétursson  Kleppjárnsreykjum, s. 693-4832

 

 


Share: