Viðtalstímar sveitarstjórnarfulltrúa – Aukin þjónusta við íbúa

september 11, 2007
Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur ákveðið að einn dag í mánuði
verði sveitarstjórnarfulltrúar með sérstaka viðtalstíma þar sem íbúum gefst kostur á að koma og ræða málefni sem snerta sveitarfélagið.
Fyrsti viðtalstíminn verður miðvikudaginn 19. september og verða
sveitarstjórnarfulltrúarnir Björn Bjarki Þorsteinsson, Sigríður Björk
Jónsdóttir og Jenný Lind Egilsdóttir til viðtals fyrir íbúa
Borgarbyggðar á milli kl. 17:oo og 19:oo í Ráðhúsinu að Borgarbraut 14 í Borgarnesi.
Íbúar eru hvattir til að notfæra sér þessa viðtalstíma.
Hægt er að panta tíma innan ofangreinds tíma í síma 433-7100.
 
Myndirnar eru teknar fyrir utan ráðhús Borgarbyggðar í Borgarnesi. (Mynd: Björg Gunnarsdóttir)

Share: