Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi

mars 23, 2017
Featured image for “Viðbygging við Grunnskólann í Borgarnesi”

Á hátíðarfundi sveitarstjórnar 22. mars s.l. sem haldinn var í tilefni af 150 ára verslunarafmæli Borgarness var eftirfarandi tillaga samþykkt samhljóða

„Sveitarstjórn Borgarbyggðar samþykkir, í tilefni 150 ára verslunarafmælis Borgarness, að tekin verði fyrsta skóflustunga að viðbyggingu og endurbótum við Grunnskólann í Borgarnesi við sérstaka athöfn að afloknum fundi sveitarstjórnar. Um er að ræða mikið framfaraskref í átt að bættu starfsumhverfi nemenda, kennara og annarra sem að starfi skólans koma.“

Skóflustungan var síðan tekin strax að afloknum fundi við hátíðlega athöfn að viðstöddu töluverðu fjölmenni.

Hér er að finna kynningu frá kynningarfundi þann 21. mars.

Teikningar GB -kynning Powerpoint

Teikningar-GB-kynning Pdf.

 


Share: