Viðburður í fólkvangnum Einkunnum miðvikudagskvöldið 20. ágúst

ágúst 19, 2014
Stjórn Skógræktarfélags Borgarfjarðar hefur sent frá sér eftirfarandi tilkynningu.
 
,,Miðvikudaginn 20. ágúst kl 18:00 ætlum við í Skógræktarfélaginu að hittast í Einkunum (fyrir ofan Borgarnes). Við ætlum að kíkja eftir sveppum, kveikja eld, gera ketilkaffi, prófa okkur áfram í útieldun, spjalla og fræðast hvert af öðru. Við hvetjum alla hvort sem þeir hafa áhuga á útivist, skógrækt, sveppatínslu og/eða náttúruskoðun að mæta og eiga með okkur skemmtilega stund. Sjáumst!”
 

Share: