Viðburðir framundan í Safnahúsi

febrúar 13, 2020
Featured image for “Viðburðir framundan í Safnahúsi”

Í dag fimmtudaginn 13. febrúar kl. 10.00 verður myndamorgunn á vegum Héraðsskjalasafnsins, þar sem gestir aðstoða safnið við greiningu ljósmynda.

Í kvöld kl. 19.30 flytur Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur fyrirlestur um veiðinýtingu, líffræði og framtíð laxastofna í Borgarfirði. Fyrirlesturinn tekur um klukkustund og að honum loknum verður kaffispjall. 

Laugardaginn 15. febrúar kl. 13.00 til 15.00 verður laugardagsopnun á Safnahúsinu á myndlistarsýninguna Flæði, en sú sýning hefur hlotið afar góðar móttökur gesta. Sýningin stendur til 22. febrúar, en þann dag verður einnig opið 13.00 til 15.00.

Næsti viðburður hjá Safnahúsinu eftir þetta verður svo erindi sem Ebba Guðný Guðmundsdóttir heldur fyrir foreldra ungbarna á bókasafninu fimmtudagsmorguninn 5. mars kl. 10.30. Þar fjallar Ebba um næringu ungbarna.

Fylgist nánar með á heimasíðu Safnahúsins www.safnahus.is og á Facebook-síðu safnsins.

 


Share: