Í morgun ákvað ríkisstjórnin að herða aðgerðir vegna kórónuveirunnar og taka þær reglur gildi á hádegi á morgun, 31. júlí. Helstu breytingarnar eru þær að fjöldatakmarkanir fara úr 500 manns niður í 100 manns og tveggja metra reglan verður ekki lengur valkvæð heldur skylda.
Ljóst er að framundan verður röskun á starfsemi Borgarbyggðar að minnsta kosti næstu tvær vikur, staðan verður endurmetin að þeim tíma loknum.
Líkt og í fyrri bylgjunni mun Borgarbyggð fylgja fyrirmælum yfirvalda og þau tilmæli sem lögð verða til hverju sinni.
Helstu breytingarnar verða sem hér segir:
Íþróttamiðstöðvar í Borgarbyggð
- Þreksalur í Borgarnesi gerir hlé á starfsemi 31. júlí til 7. ágúst.
- Sundlaugar í Borgarnesi, á Kleppjárnsreykjum og Varmalandi verða opnar en gætt verður að tveggja metra reglunni, sóttvarnir auknar og verða 100 manns að hámarki á hverjum tíma.
Öllum íþróttaviðburðum verður frestað um viku.
Vinnuskóli
- Starf Vinnuskólans lýkur 31. júlí. Er nemendum og leiðbeinendum vinnuskólans þökkuð góð störf í sumar.
Sumarfjör
- Starfsemi Sumarfjörs verður óbreytt þar sem börnin eru fædd síðar en árið 2005. Gætt verður sérstaklega að sóttvörnum.
- Foreldrar og forráðamenn eru beðin um að halda börnum heima ef það leikur gruni á smit eða ef þau sýna einkenni Covid-19.
Félagsstarf aldraðra
- Starfsemi félagsstarfs aldraðra verður skert á næstu dögum.
Leikskólar
- Hugað verður sérstaklega að sóttvörnum og beðið frekari leiðbeininga frá Almannavörnum.
Aldan
- Starfsemi verður með venjubundnum hætti og hugað vel að sóttvörnum.
Safnahúsið
- Starfsemi verður með hefðbundnum hætti. Gætt verður að tveggja metra reglunni, sóttvarnir auknar og 100 manns að hámarki á hverjum tíma.
Ráðhúsið
- Starfsemi verður með hefðbundnum hætti. Gætt verður að tveggja metra reglunni og sóttvarnir auknar.
Borgarbyggð vill minna íbúa á einstaklingsbundnar smitvarnir, það er að þvo hendur, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, sótthreinsa sameiginlega snertifleti, vernda viðkvæma hópa og láta strax vita ef einkenni gera vart við sig. Helstu einkennin veirunnar eru hiti, hósti, bein- og vöðvaverkir og þreyta.
Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í símar 1700. Heilbrigðisstarfólk mun þar ráðleggja ykkur um næstu skref.