Við þurfum þína aðstoð

október 23, 2021
Featured image for “Við þurfum þína aðstoð”

Í gærkvöldi fengum við hjá Borgarbyggð staðfestingu á Covid-19 smitum í búsetunni og Öldunni,  einn skjólstæðingur og einn starfsmaður. Í morgun fóru flest allir einstaklingar frá þessum stofnunum í hraðpróf og greindist einn jákvæður. Í kjölfarið var tekið PCR-próf og er beðið eftir niðurstöðum úr því. Smitrakningarteymið er að störfum en allir í Öldunni eru komin í sóttkví og verið að skoða hverjir þurfa að fara í sóttkví og/eða smitgát í búsetunni. 

Við stöndum núna við frammi fyrir því að það gæti reynst erfitt að veita fólkinu okkar í búsetunni þá þjónustu sem þau þurfa og er lögbundin. Við leitum til fólks sem þegar hefur skráð sig í bakvarðarsveit Borgarbyggðar en þurfum hugsanlega meiri mannskap. Við leitum því til ykkar, ef þið getið með einhverjum hætti létt undir með því starfsfólki sem eftir stendur til að þjónusta fatlað fólk þiggjum við þinn liðsstyrk. Við leitum að þér í bakvarðarsveit okkar, við gætum jafnvel þurft fólk strax um helgina. Þeir sem við leitum síðan til með aðstoð munum við gera tímabundinn ráðningarsamning við og ráða í tímavinnu.

Aldan (einnig dósamóttakan) verður lokuð a.m.k. út næstu viku.

Við höfum þá reynslu að íbúar Borgarbyggðar standa saman þegar bjátar á og trúum því að þetta ákall muni sanni enn frekar hversu sterku samfélagi við búum í. Vinsamlegast sendið tölvupóst á vildis@borgarbyggd.is eða hringið í Ingu Vildísi í síma í 862-0814 ef þið hafið hug á að leggja okkur lið.


Share: