Vetrarstarfið í Íþróttamiðstöðinni að hefjast.

september 19, 2000

Nú er vetrarstarfið í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi að hefjast.
Eins og undanfarna vetur verður það með fjölbreyttu sniði þar sem reynt er að mæta óskum og þörfum sem flestra.

Íris Grönfeldt íþróttafræðingur mun kenna spinning og leiðbeina fólki í þreksalnum. Einnig sér Íris um sundleikfimi og ungbarnasund.
Guðrún Hildur Jóhannsdóttir sér um þolfimitíma bæði fyrir fullorðna og unglinga.

Sérstök athygli er vakin á að á föstudögum er innilaugin heitari en aðra daga og eru þá sérstakir tímar fyrir aldraða og einnig ungbarnasund.

Nánari upplýsingar um vetrarstarfið er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar um íþróttir og tómstundir.

Æfingar íþróttafélaga eru hafnar og eru nánari upplýsingar um æfingar í Íþróttamiðstöðinni.
Síðar í haust verða upplýsingar um æfingatímana birtar á heimasíðu Borgarbyggðar.


Share: