BSRB hefur boðað til verkfallsaðgerða sem munu hefjast að óbreyttu mánudaginn 9. mars náist ekki samningar fyrir þann tíma. Þessi aðgerð hefur í för með sér að félagsmenn innan aðildarfélaga BSRB sem starfa fyrir Borgarbyggð munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag næstkomandi.
Þeir starfsmenn sem ekki eru í verkfalli vinna sín venjubundnu störf, starfskyldur þeirra eiga hvorki að aukast né minnka þrátt fyrir verkfall. Því munu áhrifin af boðuðum verkfallsaðgerðum hafa víðtæk áhrif í Borgarbyggð á meðan á verkfallsaðgerðum stendur.
Stjórnendur munu þurfa að halda sig við það skipulag sem venjulega ríkir á þeim dögum sem verkfallið nær til.
Upplýsingar eru birtar með fyrirvara, ef samningar nást fyrir settum tíma munu engar skerðingar eiga sér stað.
Hér er einungis um að ræða 9. og 10. mars næstkomandi.
Verkfallsaðgerðir munu hafa eftirtalin áhrif á þjónustu sveitarfélagsins:
Ráðhúsið
Opið frá 10:00 – 12:00 báða dagana.
Leikskólar
Skólastjórnendur munu upplýsa foreldra um þann tíma sem nemendur geta dvalið í skólanum mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.
Það verður engin matur framreiddur og ekki er hægt að taka við öllum nemendum allan daginn. Leikskólastjórar munu senda foreldrum nánari upplýsingar í tölvupósti.
Grunnskólinn í Borgarnesi
Ekki verður hægt að sinna frímínútnagæslu á yngsta stigi og á unglingastigi. Það þýðir að kennsla fellur niður á yngsta stigi og á unglingastigi eftir fyrstu tímana og frá fyrstu frímínútum. Skólaakstur verður í boði fyrir nemendur á þessum stigum eftir fyrstu tímana og fyrir nemendur miðstigsins á venjubundnum tíma.
Matur verður framreiddur fyrir þá nemendur sem eru í skólanum.
Skólastjórnendur munu upplýsa foreldra um þann tíma sem nemendur geta dvalið í skólanum mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars.
Grunnskóli Borgarfjarðar
Mötuneyti verða lokuð og ekki er hægt að sinna frímínútnagæslu nema að takmörkuðu leiti.
Skólastarf í Hvanneyrardeild verður með eftirfarandi hætti:
Mánudagur 9. mars
- Allir bekkir 9:40-12:15
Þriðjudagur 10. mars
- 1.-2. bekkur 9:40-12:15
- 3.-5. bekkur 9:40-11:00
Skólastarf í Kleppjárnsreykjadeild verður með eftirfarandi hætti:
Mánudagur 9. mars
- Allir bekkir 9:20-10:40
Þriðjudagur 10. mars
- 1.-8. bekkur 9:20-11:35
- 9. bekkur 9:20-12:15
- 10. bekkur Mæting 9:20 (ferð á Akranes ræður heimferð).
Skólastarf í Varmalandsdeild verður með eftirfarandi hætti:
Mánudagur 9. mars
- Allir bekkir 9:20-10:40
Þriðjudagur 10. mars
- Allir bekkir 9:20-12:15
Tónlistarskóli Borgarfjarðar
Skólastarf verður með hefðbundnum hætti.
Frístund – Borgarnesi
Skipulag starfsins og starfsmannahald er þannig að verkfallið mun hafa þau áhrif að mánudaginn 9. mars er hægt að taka við nemendum úr 1. bekk.
Á þriðjudaginn er hægt að taka við nemendum úr 1., 2. og 3. bekk.
Frístund – Hvanneyri
Skipulag starfsins og starfsmannahald er þannig að verkfallið mun hafa þau áhrif að ekki verður hægt að taka við nemendum á meðan á verkfalli stendur.
Búsetuþjónustan
Starfsmenn Búsetunnar í Borgarnesi sem eru félagsmenn Kjalar eru með undanþáguheimild ef til verkfalls kemur. Starfsemi búsetuþjónustunnar verður því óskert.
Aldan
Starfsemi Öldunnar – hæfing verður með hefðbundnum hætti.
Dósamóttakan mun hugsanlega verða lokuð eftir hádegi þá daga sem verkfall stendur yfir. Nánari upplýsingar koma á mánudaginn.
Heimaþjónusta fyrir aldraða og fatlaða
Skerðing verður á heimaþjónustunni á meðan á verkfalli stendur og fá þjónustuþegar nánari upplýsingar símleiðis.
Ferðaþjónustan
Þjónusta ferðaþjónustu fatlaðra verður með hefðbundnum hætti.
Félagsstarf aldraðra
Félagsstarf aldraðra verður lokað tímabundið vegna Kórónuveirunnar.
Íþróttahús og sundlaugar
Lokað mánudaginn 9. mars og þriðjudaginn 10. mars
- Skipulagðar íþróttaæfingar falla niður.
- Íþróttakennsla fellur niður.
Félagsmiðstöðin Óðal
Félagsmiðstöðin Óðal verður lokuð.
Áhaldahúsið
Starfsemi áhaldahússins mun verða með hefðbundnum hætti.
Safnahúsið
Starfsemi Safnahússins mun verða með hefðbundnum hætti.
Slökkvilið
Starfsemi slökkviliðs mun verða með hefðbundnum hætti.