Vel sóttur Skóladagur í Borgarbyggð

apríl 2, 2019
Featured image for “Vel sóttur Skóladagur í Borgarbyggð”

Góð þátttaka var á Skóladegi Borgarbyggðar sem haldinn var laugardaginn 30. mars sl. í Menntaskóla Borgarfjarðar og Hjálmakletti. Þar kynntu skólar á öllum skólastigum í Borgarbyggð starfsemi sína og gátu gestir kynnt sér fjölbreytt og gróskumikið skólastarfi allra skólastiga í sveitarfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem skólarnir kynna sig allir með þessum hætti.

Boðið var upp á bíósýningar, Lubbastundir og söngstundir fyrir gesti og gangandi. Nemendur Menntaskóla Borgarfjarðar sýndu brot úr leikritinu Eftir lífið og stigu grunnskólanemendur á stokk og fluttu ljóð. Að auki var boðið uppá söng og tónlistarflutning nemenda við Tónlistarskóla Borgarfjarðar.

Skrifað var undir samstarfssamning Menntaskóla Borgarfjarðar og Landbúnaðarháskóla Íslands og verðlaun veitt í hugmyndasamkeppni Háskólans á Bifröst og grunnskólanemenda.

Að skóladeginum stóðu leikskólarnir Andabær, Hnoðraból, Hraunborg, Klettaborg og Ugluklettur, grunnskólarnir Grunnskólinn í Borgarnesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og Laugargerðisskóli. Auk þess Menntaskóli Borgarfjarðar, Tónlistarskóli Borgarfjarðar og Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi. Þá kynntu Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands starfsemi sína.


Share: