Vel sótt og skemmtilegt æskulýðsball

nóvember 11, 2014
Árlegt forvarnar- og æskulýðsball fór fram í Hjálmakletti í síðurstu viku. Ballið er haldið af Húsráði félagsmiðstöðvarinnar Óðals fyrir unglinga í 8.-10. bekk allra grunnskóla á Vesturlandi.
Ballið sem nú var haldið í 24. skipti, fór einstaklega vel fram og voru krakkarnir til fyrirmyndar. Margir vestlendingar kannast vel við þessa dansleiki og eiga góðar minningar frá fyrstu alvöru böllum unglingsáranna. Í ár mættu vel á fjórða hundrað unglingar, allt frá Akranesi að Hólmavík. Skemmtikraftar voru uppistandarinn Beggi Blindi og plötuþeytararnir í Nyxo. Drengirnir í Nyxo bókstaflega áttu salinn og greinilegt að gestirnir kunnu vel að meta þessa sómapilta.
Unglingarnir í Óðali vilja koma á framfæri æskulýðsstuðkveðjum til allra sem mættu!
 
 

Share: