Það var líf og fjör á Brákarhátíð sem fram fór í fjóða sinn um síðustu helgi. Dagskráin var fjölbreytt og hófst með skartgripagerð að víkingasið í Landnámssetrinu, Fornbílaklúbbur Borgarness opnaði formlega í Brákarey, gengin var skrúðganga, fjölskylduskemmtun og markaður í Skallagrímsgarði, götugrill og dansleikur í Hjálmakletti svo fátt eitt sé talið. Veðurguðirnir léku við gesti og íbúa sem höfðu skreytt hús sín og götur í tilefni dagsins. Meðfylgjandi myndir tók Helga Halldórsdóttir.