Velferðarstefna Vesturlands

febrúar 6, 2019
Featured image for “Velferðarstefna Vesturlands”

Velferðarstefna Vesturlands, sem unnin var á síðastliðnu ári á vegum SSV, liggur nú til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi og hjá öðrum hagsmunaaðilum. Umsagnarfrestur er til 15. febrúar næstkomandi. Byggðarráð Borgarbyggðar fjallaði um stefnuna á síðasta fundi sínum þann 31. janúar síðastliðinn. Ákveðið var að efna til kynningarfundar fimmtudaginn 14. febrúar næstkomandi kl. 20:00 í Menntaskóla Borgarfjarðar. Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV kynnir drögin. Heitt verður á könnunni og eru allir íbúar velkomnir.

Mynd Steinunn Matthíasdóttir/Steina Matt photography


Share: