Í síðusu viku stóð Íslenska gámafélagið fyrir íbúafundi um flokkun og innleiðingu fjórðu tunnunar í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur og fjölmargir horfðu á fundinn í streymi. Það er enn hægt að horfa á fundinn og hvetur sveitarfélagið íbúa til þess að kynna sér vel þær breytingar sem framundan er.
Áætlað er að hefja dreifingu íláta í þessum mánuði og næsta. Líkt og hefur komið fram bætist við ein tunna og verður þá fjögurra flokka kerfið formlega tekið í notkun. Það verður flokkað í eftirfarandi; plast, pappír og pappa, matarleifar og blandaður úrgangur. Með þessum breytingum mun græna tunnan eins og íbúar þekkja hana, heyra sögunni til.
Í maí fengu allir íbúar í Borgarbyggð bækling inn um lúguna á íslensku, ensku, pólsku og úkraínsku þar sem farið er vel yfir flokkunarkerfið og hvað þessar breytingar fela í sér.
Auk þess eru greinagóðar upplýsingar á heimasíðu Borgarbyggðar, sjá nánar hér.