Vel heppnaður íbúafundur í síðustu viku

febrúar 24, 2021
Featured image for “Vel heppnaður íbúafundur í síðustu viku”

Fyrsti alstafræni íbúafundur sveitarfélagsins var haldinn fimmtudaginn 18. febrúar s.l. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu var því miður ekki hægt að bjóða íbúum og gestum að mæta á staðinn, þess í stað gafst áhorfendum tækifæri til þess að taka þátt í umræðunni með því að senda inn spurningar og/eða athugasemdir í gegnum athugasemdakerfið Slido. Vel tókst til og til gamans má geta að um 90 spurningar/athugasemdir bárust í gegnum kerfið. Það er miður að ekki náðist að svara öllum spurningum en Borgarbyggð minnir á að íbúar og aðrir gestir geta ávallt sent inn erindi og fyrirspurnir til sveitarfélagsins í gegnum ábendingagáttina eða með því senda póst á thjonustuver@borgarbyggd.is.

Á fundinum kynnti Eiríkur Ólafsson sviðsstjóri fjármálasviðs fjárhagsáætlun 2021. Því næst fjallaði Þórdís Sif Sigurðardóttir sveitarstjóri um skipuritsbreytingarnar sem tóku gildi á síðasta ári. Í beinu framhaldi fóru Þórdís Sif og Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri Borgarbyggðar og eldvarnarfulltrúi yfir stöðu mála í Brákarey. Að því loknu sátu sveitarstjórnarmenn fyrir svörum.

Þegar þetta er skrifað er búið að opna streymið 1.010 sinnum. Á fimmtudaginn var streymið opnað í 838 tækjum á meðan á íbúafundinum stóð og því ljóst að það er mikill áhugi á málefnum sveitarfélagsins. Ef gert er ráð fyrir því að tveir einstaklingar hafi horft á hvert streymi má áætla að um 2.000 manns séu búin að horfa á íbúafundinn.

Enn er hægt að horfa á fundinn hér.

Borgarbyggð vill að lokum þakka þeim sem horfðu á fundinn og einnig fyrir góðar spurningar/athugasemdir.


Share: