Veirufrítt Vesturland

febrúar 15, 2021
Featured image for “Veirufrítt Vesturland”

Á laugardaginn bárust þær upplýsingar frá Lögreglunni á Vesturlandi að Vesturlandi væri veirufrítt landsvæði, enginn var skráður í sóttkví eða einangrun. Þessi staða hefur ekki komið upp í um það bil ár, eða frá því að Covid-19 barst fyrst í landshlutann í mars í fyrra.

Gaman er að greina frá því að staðan er enn óbreytt og verður það vonandi áfram.

Borgarbyggð vill minna íbúa á að öflugast vörnin við veirunni er að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum. Mikilvægt er að þvo sér um hendurnar reglulega, spritta, halda tveggja metra fjarlægð, vera með grímur og halda sig heima ef einkenni gera vart við sig.

Ef það leikur grunur á smiti skal strax hafa samband við heilsugæsluna í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Heilbrigðisstarfsfólk ráðleggur ykkur með næstu skref.


Share: