Borgarbyggð lenti í öðru sæti yfir veðursælustu sveitarfélög landsins í veðurleik veðurstofu Stöðvar 2 og Vísis í sumar. Leikurinn stóð frá júní til enda ágúst.
Í fyrsta sæti var Bláskógabyggð og í þriðja sæti Rangárþing Eystra. Niðurstöðurnar voru fengnar með því að taka saman veðurskráningar þátttakenda frá hverju sveitarfélagi fyrir sig og bera saman við niðurstöður þátttakenda frá öðrum sveitarfélögum.
Meðalhiti í Borgarbyggð, á tímabilinu, var á milli 16 og 17 gráður og skólskinsstundir um 5.
Mynd: Björg Gunnarsdóttir.