Val á þróttamanni Borgarfjarðar 2013

febrúar 17, 2014
Fimmtudagskvöldið 20. febrúar næstkomandi verða tilkynnt úrslit í vali á íþróttamanni Borgarfjarðar 2013 í íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi. Kl. 19.15 fer fram heimaleikur meistaraflokks Skallagríms og strax að honum loknum, um kl. 20.30, verður verðlaunaafhending þar sem lýst verður kjöri á íþróttamanni Borgarfjarðar árið 2013.
Í ár eru verðlaunin í fyrsta sinn veitt sameiginlega af UMSB og Borgarbyggð og eru allir hvattir til að heiðra íþróttafólkið okkar og koma og fylgjast með verðlaunaafhendingunni.
 
 

Share: