Jólaútvarpi unglingana í Óðali er lokið og tókst mjög vel í ár. Þættir voru vandaðir og dagskrá fjölbreytt og skemmtileg.
Á föstudag fór fram almenn umræða um bæjarmálin í þætti fréttastofu "Kosið í vor“. Þangað mættu fulltrúar Borgarbyggðar og kom þar margt fróðlegt fram. Gísli Einarsson fréttamaður var unglingunum til halds og trausts í umræðunum.
Jólaútvarpinu lauk svo endanlega á sunnudagskvöld þegar Heiðar Lind Hansson og Guðmundir Þorbjörnsson lýstu af stakri snilld æsispennandi leik Tindastóls og Skallagríms frá Sauðárkróki.
Unglingar – til hamingju með jólaútvarpið ykkar