Úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi

júlí 11, 2011
Nýverið lét mennta- og menningarráðuneytið gera úttekt á starfsemi Grunnskólans í Borgarnesi, en skólinn var í hópi nokkurra grunnskóla sem gerð var úttekt á þetta árið. Úttektin var unnin af þeim Halldóru Kristínu Magnúsdóttur og Unnari Þór Böðvarssyni. Hún er unnin í samræmi við lög um grunnskóla nr. 91/2008 og er markmið hennar að leggja mat á starfsemi skólans með hliðsjón af gildandi lögum, reglugerðum og aðalnámskrá grunnskóla.
Niðurstaða úttektarinnar var afar ánægjuleg fyrir skólann og bera skólanum, stjórnendum, starfsfólki og nemendum gott vitni. Í niðurstöðum skýrsluhöfunda segir „Það er samhljóða álit skýrsluhöfunda að í Grunnskólanum í Borgarnesi sé unnið metnaðarfullt og framsækið skólastarf sem byggir á gamalli hefð og hugmyndaríkum stjórnendum, öflugu starfsfólki og góðum nemendum.
Meginniðurstöður má sjá hér.
 
 

Share: