Útskriftartónleikar í Borgarneskirkju

maí 6, 2009
Næstkomandi laugardag, 9. maí verða framhaldsprófstónleikar í Borgarneskirkju. Jónína Erna Arnardóttir og Lára Kristín Gísladóttir eru að útskrifast úr Söngdeild Tónlistarskóla Borgarfjarðar. Zsuzsanna Budai lekur með þeim stöllum á píanó. Á efnisskránni verða m.a. íslensk og erlend sönglög, aríur og dúettar. Tónleikarnir sem hefjast kl. 16.00, eru öllum opnir og aðgangur ókeypis.
 
 

Share: