Raftar með bifhjólasýningu

maí 5, 2009
Næskomandi laugardag 9. maí fer Bifhjólasýning Rafta fram í og við Menntaskóla Borgarfjarðar. Raftarnir eru eini landsbyggðar hjólaklúbburinn sem heldur bifhjólasýningar að staðaldri. Ákveðnar hefðir hafa skapast um sýninguna og svo virðist sem hún sé farin að skapa sér ákveðinn sess, ekki bara í hugum hjólamanna heldur einnig hins “almenna borgara”. Raftarnir bjóða Borgfirðinga sem og aðra landsmenn velkomna á sýninguna og hlakka til að sjá sem flesta. Aðgangur er ókeypis. Sjá auglýsingu hér
 
 

Share: