Ríkiskaup hafa auglýst, fyrir hönd Ljósleiðara Borgarbyggðar, kt. 550318-1560, eftir tilboðum í lagningu ljósleiðararöra, niðursetningu brunna, uppsetningu tengiskápa, blástur og/eða ídrátt ljósleiðarastrengja ásamt tengingum blástursröra og ljósleiðara í Borgarbyggð. Tilboðsfrestur er til 9. október n.k. Tengistaðir, sem eru styrkhæfir úr Fjarskiptasjóði, verða samtals rúmlega 500. Um er að ræða stærsta einstaka verkefni í lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Íslandi. Lagning ljósleiðara í Borgarbyggð er hluti af verkefni ríkisstjórnarinnar, „Ísland ljóstengt 2020“.