Útboð á skólaakstri

júní 3, 2010
Borgarbyggð óskar eftir tilboðum í skólaakstur við grunnskólana í Borgarbyggð skólaárin 2010-2011 og 2011-2012.
Um er að ræða skólaakstur að fjórum starfsstöðvum grunnskólanna í Borgarbyggð, samtals 17 leiðir. Gerður verður samningur um hverja leið fyrir sig.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, á skrifstofutíma frá og með 3. júní 2010.
Tilboðum skal skilað á sama stað í lokuðu umslagi, þannig merktu:
„Útboð skólaaksturs við grunnskóla í Borgarbyggð skólaárin 2010-2011 og 2011 – 2012“ ásamt nafni og aðsetri bjóðanda.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, mánudaginn 21. júní 2010kl. 14:00, að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
 
 

Share: