Borgarbyggð auglýsir eftir tilboðum í skólaakstur á einni leið með nemendur við Grunnskólann í Borgarnesi.
Um er að ræða eina leið með nemendur af Mýrum og er áætlaður akstur um 85km á dag. Verkið er boðið út til eins árs, það er skólaárið 2008 – 2009, með möguleika á framlengingu í eitt ár.
Útboðsgögn fást á skrifstofu Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi. Tilboðum skal skila fyrir kl.14:00 föstudaginn 18. júlí 2008 á skrifstofu Borgarbyggðar þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra sem óska.
Sveitarstjórinn í Borgarbyggð