Á dögunum var starfrækt listasmiðja hjá Ólöfu Davíðsdóttur í Brákarey. Um er að ræða samstarf við hollenska aðila um að skapa starfsaðstöðu fyrir fatlaða til listsköpunar, en hópurinn kallar sig „Utangarðslistamenn“ ( Outsiders art ).
Þrír einstaklingar úr Borgarfirði tóku þátt í verkefninu og eins og sjá mátti á sýningunni sem haldin var í lokin höfðu þeir skapað fjöldann allan af skemmtilegum listaverkum. Fyrirhuguð er sölusýning í desember til að fjármagna ferð þeirra á samsýningu erlendis á næsta ári og heyrst hefur að kapphlaup sé í gangi um að ná í ákveðin verk listamannanna.
Myndir: Gísli Einarsson.