Leikfélag Menntaskóla Borgarfjarðar frumsýnir leikritið Uppreisn Æru á Hátíðarsal skólans föstudaginn 30. maí kl. 20:00. Leikritið Uppreisn Æru er eftir Ármann Guðmundsson og í leikstjórn Ásu Hlínar Svavarsdóttur. Leikritið er grátbroslegur gamanleikur, spaugileg ádeila á sjálfhverfan nútímamanninn.
Næstu sýningar verða 2. 6. og 9. maí. 2 og 6. maí hefjast sýningar kl. 20.00 en þann 9. maí hefst sýningin kl. 16.00 Miðapantanir eru í síma 8488668 (Logi) og í síma 8696393 (Arnar).
Leikritið gerist í sjónvarpsstúdíói rétt fyrir og á meðan á útsendingu stendur, á þættinum „Milli steins og sleggju“. Viðfangsefni sjónvarpsþáttarins er að leysa úr margvíslegum vandamálum sem einstaklingar í nútímasamfélagi glíma við. Heiðursgestur og viðfangsefni þáttarins í þetta sinn er stúlka að nafni Æra Þöll sem hefur verið blekkt af vinkonum sínum í þáttinn. Við kynnumst högum Æru, fjölskyldu hennar og vinum og óhætt er að segja að þar séu skrautlegir einstaklingar á ferð. Að sjálfsögðu er greitt úr vandamálunum ef „ vandamál „ skyldi kalla og allir (eða flestir) fara glaðir heim!