Mikið verður um dýrðir í Landnámssetri Íslands á fimmtudagskvöldið þegar dagskrá tileinkuð störfum UNIFEM um víða veröld fer þar fram. UNIFEM á Íslandi beinir um þessar mundir sjónum sínum að vitundarvakningu um málefni kvenna í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum meðal almennings á Íslandi. Nú er ferðinni heitið í Borgarnes þar sem öflugir sjálfboðaliðar hafa tekið höndum saman og boðað til kynningar á málstað UNIFEM. Sjá nánar hér.